Erlent

Vilja reka íþróttastjóra

Óli Tynes skrifar
Caster Semenaya.
Caster Semenaya.
Leonard Chuene forseti Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku hefur ávallt neitað því að Caster Semenaya hafi verið kyngreind áður en hún var send á heimsmeistaramótið í frjálsuym íþróttum í Berlín í sumar. Þar vann hún sigur í 800 metra hlaupi.

Vegna hlaupastíls hennar, vöðvabyggingar og ótrúlegra framfara á skömmum tíma fyrirskipaði Alþjóða frálsíþróttasambandið að hún undirgengist rannsóknir.

Þær leiddu í ljós að Semenaya hafði kynfæri konu en ekkert leg og auk þess eistu og óvenju hátt hlutfall af karlhormónum. . Alþjóðasambandið hefur enn ekki úrskurðað í málinu.

Leonard Chuene hefur nú viðurkennt að hann hafi vitað af því að Semenaya gekkst undir rannsókn í heimalandinu áður en hún fór til Berlínar. Hann hefur einnig viðurkennt að læknir sem rannsakaði hana hafi ráðlagt honum að senda hana ekki á mótið.

Vegna þessara lyga er nú afsagnar hans krafist. Hver sem niðurstaðan verður úr því hefur þetta skapað skelfilegt ástand fyrir hlaupakonuna. Aðstandendur hennar segja að hún muni aldrei framar hlaupa á nokkru móti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×