Innlent

Íslensk hjón segjast svikin

Íslenskum hjónum, með fjögur ung börn, og feðgum var flogið heim frá Danmörku í gær á kostnað ríkisins eftir að hafa misst allt sitt í hendur Íslendings sem þau saka um að hafa vísvitandi nýtt sér neyð þeirra og haft af þeim aleiguna. Neyðin var slík að íslenska sendiráðið í Danmörku sendi þeim pening í vikunni til að börnin syltu ekki.

Það var í lok nóvember sem hjónin fréttu af auglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Íslendingar er rekur svokallað Íslendingasetur í aflögðu elliheimili á Lálandi í Danmörku býður fólki hér betra líf. Fólki er boðin aðstoð og öruggt umhverfi og dönskunám meðan á atvinnuleit stendur.

Hjónin voru bæði atvinnulaus, eiga saman fjögur börn og það fimmta er á leiðinni. Með von um betri framtíð í Danmörku flugu þau út ásamt bróður konunnar og sonar hans.

Þau segja að forstöðumaður Íslendingasetursins, Baldvin Björnsson, hafi sagt að næga vinnu væri að hafa, börnin kæmist strax í skóla og þau í dönskunám. Ekkert stóðst segja þau hjón.

Síðastliðin mánudag leituðu þau til sendiráðsins íslenska í Danmörku og ákváðu síðan að reyna komast heim. Þau flugu síðan heim í gær á kostnað félagsmálaráðuneytisins.

Þau vara fólk við að trúa gylliboðum eins og þessum og saka Baldvin um að hafa vísvitandi nýtt sér neyð þeirra.

Forsvarsmaður Íslandssetursins hafnar fullyrðingum hjónanna. Í samtali við fréttastofu sagðist hann hafa nýtt peninga, sem þau lögðu inn á reikning hans, til að borga húsleigu en afganginn hafi þau fengið greiddan í dönskum krónum.






Tengdar fréttir

Björguðu átta manns eftir ótrúlega hrakningar

„Þetta voru þrír fullorðnir einstaklingar og svo fimm börn," segir Óskar Björn Óskarsson sem sótti átta manns til Reesnæs Strandvej í Danmörku en þau voru þar aðframkominn eftir að hafa verið svikinn um vinnu og pening. Um íslenska fjölskyldu er að ræða en með henni var vinur þeirra. Þau voru á þrítugsaldri en börnin frá tveggja ára aldri til ellefu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×