Innlent

Mann vantar í girðingarvinnu

Svavar Gestsson
Svavar Gestsson

„Svavar Gestsson sendiherra spyrst fyrir um mann til að taka að sér girðingarvinnu í Hólaseli með vorinu. Sjálfur mun hann leggja til allt girðingarefnið,“ segir á vefsetri Reykhólahrepps þar sem vísað er til smáauglýsingar sendiherrans á vefnum.

„Hún er einnig sett hér í fréttadálkinn til að minna á smáauglýsingarnar,“ segir á reykholar.is þar sem nánar kemur fram um umsvif sendiherrans að Hólasel sé nýtt lögbýli úr jörðinni Hólum í Reykhólasveit. Þar keyptu Svavar og Guðrún Ágústsdóttir, eiginkona hans, sér land undir sumarhús og skógrækt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×