Endurgalt forsetanum greiðann með málverkum 31. október 2009 08:00 Gylfi ásamt forsetahjónunum Kristjáni og Halldóru Eldjárn eftir að hafa afhent þeim 5.000 krónurnar og málverkin. „Ég held að hann hafi verið mjög ánægður. Kristján var ofsa góður maður,“ segir tónlistarmaðurinn og málarinn Gylfi Ægisson. Eitt af síðustu embættisverkum forsetans Kristjáns Eldjárns árið 1980 var að taka við tveimur málverkum sem Gylfi málaði handa honum og forsetafrúnni Halldóru Eldjárn á síldartunnulok. Gylfi var að sýna Kristjáni þakklætisvott fyrir 5.000 króna lán sem hann sló hjá honum nokkrum árum áður á óregluárum sínum. „Þetta var seglskúta sem ég gaf Kristjáni og hús í snjó sem ég gaf henni. Þetta var málað bara spes fyrir þau áður en ég fór til þeirra. Þau voru mjög gestrisin og sýndu okkur bara staðinn og allt,“ segir Gylfi, sem mætti á Bessastaði með þáverandi sambýliskonu sinni. Sagt er frá fundinum í ævisögu Gylfa sem er væntanleg um miðjan nóvember. Gylfi rekur söguna þegar hann var blankur fylliraftur, svangur og illa til reika í ónýtum skóm og datt í hug að leita ásjár hjá sjálfum forsetanum, þótt hann þekkti hann ekki neitt. Í bókinni stendur orðrétt: „Nokkrum árum áður, þegar ég var á Svani frá Vestmannaeyjum, hafði ég kynnst Þórarni Stefánssyni, Tóta, systursyni Kristjáns Eldjárn forseta. Ég vissi að eftir að bera fór á mínu nafni í fjölmiðlum hafði Tóti sagt Kristjáni að hann þekkti mig. Af þeirri ástæðu þótti mér rökrétt að hringja niður í Stjórnarráð og spyrja um forsetann. Svona nokkuð gat manni dottið í hug í vitleysunni“. Kristján vorkenndi Gylfa og gaf honum 5.000 krónur. Síðan greip forsetinn í hann og spurði hvenær hann ætlaði að hætta þessari vitleysu. Þegar Gylfi hætti að drekka nokkrum árum síðar borgaði hann forsetanum peningana aftur og gaf honum málverkin í kaupbæti. „Þetta sat rosalega mikið í mér,“ segir hann um fyrsta fundinn með forsetanum. „Ég hélt áfram að drekka í einhvern tíma en samt hefur þetta aldrei horfið úr mínu minni. Mér fannst þetta frábærlega gert hjá Kristjáni.“ Á þessum árum voru 5.000 krónur töluverður peningur en hvað gerði Gylfi eiginlega við hann? „Ég fór náttúrulega beint í ríkið. Ég keypti mér ekki skó alla vega,“ segir hann og hlær. Þess má geta að Gylfi reyndi eitt sinn að slá lán hjá fjármálaráðherra Íslands, sem hann vill reyndar ekki nefna á nafn. Þá vantaði hann peninga til að komast til Vestmannaeyja. „Ég var að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að fara að þessu og þá datt mér í hug fjármálaráðuneytið. Þegar ég kom þar inn kom einn og ætlaði að henda mér út. Mér tókst að komast að fjármálaráðherra og hann laumaði að mér 5.000 kalli en ég gleymdi reyndar að borga hann aftur.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
„Ég held að hann hafi verið mjög ánægður. Kristján var ofsa góður maður,“ segir tónlistarmaðurinn og málarinn Gylfi Ægisson. Eitt af síðustu embættisverkum forsetans Kristjáns Eldjárns árið 1980 var að taka við tveimur málverkum sem Gylfi málaði handa honum og forsetafrúnni Halldóru Eldjárn á síldartunnulok. Gylfi var að sýna Kristjáni þakklætisvott fyrir 5.000 króna lán sem hann sló hjá honum nokkrum árum áður á óregluárum sínum. „Þetta var seglskúta sem ég gaf Kristjáni og hús í snjó sem ég gaf henni. Þetta var málað bara spes fyrir þau áður en ég fór til þeirra. Þau voru mjög gestrisin og sýndu okkur bara staðinn og allt,“ segir Gylfi, sem mætti á Bessastaði með þáverandi sambýliskonu sinni. Sagt er frá fundinum í ævisögu Gylfa sem er væntanleg um miðjan nóvember. Gylfi rekur söguna þegar hann var blankur fylliraftur, svangur og illa til reika í ónýtum skóm og datt í hug að leita ásjár hjá sjálfum forsetanum, þótt hann þekkti hann ekki neitt. Í bókinni stendur orðrétt: „Nokkrum árum áður, þegar ég var á Svani frá Vestmannaeyjum, hafði ég kynnst Þórarni Stefánssyni, Tóta, systursyni Kristjáns Eldjárn forseta. Ég vissi að eftir að bera fór á mínu nafni í fjölmiðlum hafði Tóti sagt Kristjáni að hann þekkti mig. Af þeirri ástæðu þótti mér rökrétt að hringja niður í Stjórnarráð og spyrja um forsetann. Svona nokkuð gat manni dottið í hug í vitleysunni“. Kristján vorkenndi Gylfa og gaf honum 5.000 krónur. Síðan greip forsetinn í hann og spurði hvenær hann ætlaði að hætta þessari vitleysu. Þegar Gylfi hætti að drekka nokkrum árum síðar borgaði hann forsetanum peningana aftur og gaf honum málverkin í kaupbæti. „Þetta sat rosalega mikið í mér,“ segir hann um fyrsta fundinn með forsetanum. „Ég hélt áfram að drekka í einhvern tíma en samt hefur þetta aldrei horfið úr mínu minni. Mér fannst þetta frábærlega gert hjá Kristjáni.“ Á þessum árum voru 5.000 krónur töluverður peningur en hvað gerði Gylfi eiginlega við hann? „Ég fór náttúrulega beint í ríkið. Ég keypti mér ekki skó alla vega,“ segir hann og hlær. Þess má geta að Gylfi reyndi eitt sinn að slá lán hjá fjármálaráðherra Íslands, sem hann vill reyndar ekki nefna á nafn. Þá vantaði hann peninga til að komast til Vestmannaeyja. „Ég var að velta því fyrir mér hvernig ég ætti að fara að þessu og þá datt mér í hug fjármálaráðuneytið. Þegar ég kom þar inn kom einn og ætlaði að henda mér út. Mér tókst að komast að fjármálaráðherra og hann laumaði að mér 5.000 kalli en ég gleymdi reyndar að borga hann aftur.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira