Innlent

Nokkurra daga vinna enn eftir

Guðbjartur hannesson
Guðbjartur hannesson

Annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið lauk á Alþingi í gær og gengur það á ný til fjárlaganefndar.

„Við gefum okkur nokkra daga í þá vinnu sem eftir er," segir Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar. Bæði verður horft til tekju- og gjaldahliða frumvarpsins.

Horfir nú til 102 milljarða króna halla.

Guðbjartur segir að hugsanlega verði frumvarpið fullbúið til þriðju umræðu á laugardag. Líklegra sé þó að hún fari fram eftir helgi.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×