Innlent

Vilja yfirtaka rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Yfirvöld í Reykjanesbæ vilja yfirtaka starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og fylgja þarmeð í fótspor Vestmannaeyinga sem vilja yfirtaka rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í morgun var samþykkt að óska eftir viðræðum við Heilbrigðisráðuneytið um að sveitarfélagið taki yfir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

„Mikilvægt er að tryggja að þær breytingar sem boðaðar hafa verið af Heilbrigðisráðuneytinu um skipulag heilbrigðisþjónustu, tryggi góða og örugga þjónustu fyrir íbúa á starfssvæði HSS auk þess sem að atvinnutækifærum fjölgi," segir í tilkynningu frá bænum.

„ Til að tryggja áframhaldandi gæði í starfsemi sjúkrahúss, heilsugæslu og skurðstofu og aukin tækifæri á sviði þjónustunnar, er mikilvægt að tryggja skýra stefnu til framtíðar og fylgja henni fast eftir með framkvæmd. Reykjanesbær býðst til að hafa forgöngu um það," segir einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×