Erlent

Gæludýrin finna fyrir kreppunni í Bretlandi

Alheimskreppan tekur á sig ýmsar óhugnanlegar myndir. Í Bretlandi færist það nú í vöxt að fólk skilji gæludýrin sín eftir út á víðavangi þar sem það hefur ekki lengur efni á því að fæða þau.

Bretar líkt og Íslendingar, glíma nú við versnandi efnhag.Í Kreppum verða þeir oft verst úti sem minnst mega sín. Hundar, kettir og önnur gæludýr í Bretlandi hafa ekki farið varhluta af því. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur það færst verulega í vöxt að gæludýraeigendur skilji dýrin einfaldlega eftir út á víðavangi. Fólkið hefur ekki lengur efni á því að fæða dýrin.

Samtök í Bretlandi sem skjóta skjólshúsi yfir heimilislaus dýr eiga nú stökustu erfiðleikum með að taka mót öllum þeim fjölda gæludýra sem eigendur hafa skilið eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×