Innlent

Rannsókn lögreglu á Heiðmerkurárás lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rannsókn lögreglunnnar á fólskulegri árás á unga stúlku í Heiðmörk er lokið og tekin verður ákvörðun um framhald málsins innan skamms, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík.

Árásin átti sér stað í lok apríl. Stúlkan var lokkuð upp í bíl undir því yfirskini að hún gæti sæst við stelpur sem hún hafði átt í útistöðum við. Stúlkunni var hins vegar ekið upp í Heiðmörk þar sem sjö stúlkur réðust á hana þannig að hún hlaut áverka af.

„Eiginlegri rannsókn er lokð. Það er búið að taka skýrslu af þeim sem þurfti að taka skýrslu af og yfirheyra þær sem yfirheyra þurfti," segir Friðrik Smári í samtali við fréttastofu. Hann segir að nú sé beðið eftir áverkavottorði og þegar að það berist verði málið sent ákærusviði lögreglunnar sem mun taka ákvörðun um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×