Erlent

Búast við öldu ofbeldisverka í Írak

Óli Tynes skrifar

Hinn þrítugasta þessa mánaðar munu langflestir bandarísku hermannanna sem eftir eru í Írak yfirgefa borgir og bæi og flytja inn í stórar herstöðvar utan við Bagdad og aðrar stórborgir.

Þeir verða því ekki tiltækir til þess að aðstoða íraska starfsbræður sína nema þeir séu sérstaklega kallaðir út.

Þetta er liður í áætlun um að flytja alla bandaríska hermenn heim frá Írak fyrir árslok tvöþúsund og ellefu.

Lítill vafi er á að hryðjuverkamenn munu notfæra sér þetta og þess hafa raunar sést merki á síðustu dögum.

Það hefur verið sannkallað sprengjuregn sem hefur kostað á annað hundrað manns lífið.

Sprengjuárásirnar hafa flestar verið í þeim hluta Bagdad sem shía múslimar byggja.

Saddam Hussein var súnníti og í stjórnartíð hans voru shía múslimar tíðum beittir órétti þótt þeir séu í meirihluta í landinu.

Íraska lögreglan segir að Al Kaida standi á bakvið sprengjutilræðin undanfarna daga og sé tilgangurinn sá að grafa undan ríkisstjórninni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×