Innlent

Staðgöngumæðrun til skoðunar í vinnuhóp

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur skipað vinnuhóp sem kemur saman eftir helgi til að skoða siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni varðandi staðgöngumæðrun og hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun hér á landi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Staðgöngumæðun er þegar kona gengur með barn fyrir aðra konu og lætur það af hendi til hennar eftir fæðingu. Eins og staðan er í dag er slíkt ólöglegt hér á landi. Þá á einnig við um fleiri lönd, meðal annars Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×