Innlent

Segja kollega sína á flótta

Félag íslenskra flugumferðarstjóra segir að á skömmum tíma hafi níu af 64 flugumferðarstjórum, sem starfa alla jafna við flugumferðarstjórn á Íslandi, sagt upp störfum og farið að vinna í útlöndum. Gera megi ráð fyrir að fleiri fylgi í kjölfarið.

Félagið telur þetta atgervis­flótta og hefur áhyggjur af honum. Laun flugumferðarstjóra hér á landi séu lægri en á hinum Norðurlöndunum.

Flugumferðarstjórar sitja þessi dægrin hjá ríkissáttasemjara og semja um kjör sín við Samtök atvinnulífsins. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×