Innlent

Hæstiréttur efast um hjónavígslu Fischers

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bobby Fischer.
Bobby Fischer.
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki þurfi að taka dánarbú Bobby Fisher til opinberra skipta. Það voru systursynir Fischers sem lögðu kröfuna fram.

Héraðsdómur hafði komist að þeirri niðurstöðu að þar sem Fischer hafi verið í sambúð með Myoki Watai ætti hún rétt á að fá búið framselt sér til einkaskipta.

Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið lögð fram fullnægjandi sönnun um að Fischer og Watai hafi gengið í hjónaband og var krafa systursona Fischers um að taka dánarbú hans til opinberra skipta því tekin til greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×