Innlent

Myrtu fólk og seldu fitu þess í snyrtivörur

Fjórir menn hafa verið handteknir í Perú grunaðir um að hafa myrt allt að sextíu manns og selt fituna úr þeim í snyrtivörur. Þeir eru taldir hafa lokkað fólk til sín á afskekktum þjóðvegum með loforðum um atvinnu.

Talið er að fita af líkunum hafi verið seld snyrtivöruframleiðendum í Evrópu fyrir hátt í tvær milljónir á lítrann. Grunar lögreglu að alþjóðlegur glæpahringur sem sérhæfir sig í mannafitu hafi starfað í Perú. Tveggja ítalskra manna er einnig leitað.

Lögregla hefur við rannsóknina lagt hald á flöskur með bræddri búkfitu af mönnum.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×