Lífið

Gerði grín að Jackson í BBC

McCartney gerði grín að fyrrverandi vini sínum Michael Jackson í viðtali á BBC.
McCartney gerði grín að fyrrverandi vini sínum Michael Jackson í viðtali á BBC.

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur hætt við að sýna viðtal sem tekið var við Sir Paul McCartney þar sem Bítillinn fyrrverandi gerir grín að Michael Jackson.

„McCartney byrjaði að svara með hárri Jacko-rödd og þetta var víst mjög fyndið,“ sagði heimildarmaður dagblaðsins Daily Mail. BBC þótti viðtalið ærumeiðandi og ákvað að taka það úr umferð.

McCartney og Jackson voru góðir vinir á árum áður og sungu saman lögin The Girl is Mine og Say Say Say. Eftir að Jackson keypti réttinn að öllum Bítlalögunum fyrir metfé án þess að McCartney gæti nokkuð að gert hefur andað köldu á milli þeirra. „Það er ekki gaman að fara í tónleikaferð og þurfa að borga fyrir að syngja mín eigin lög,“ sagði McCartney eitt sinn.

„Í hvert sinn sem ég syng Hey Jude þarf ég að borga fyrir það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.