Erlent

Hraðaskynjurum skipt út í öllum vélum Air France

Kristín María Birgisdóttir skrifar
Skipta á út öllum hraðaskynjurum í airbusvélum Air France. Er þetta gert í varúðarskyni en ekki er útilokað að bilaðir hraðaskynjarar hafi orskað það að vél félagsins fórst yfir Atlantshafi í síðustu viku.

Enn er óljóst hvað það var sem fór útskeiðs þegar flugvél franska flugfélagsins Air France fórst yfir Atlantshafi í síðustu viku. Flugslysasérfræðingar hafa sagt að hraði vélarinnar hafi verið óstöðugur rétt áður en sambandið rofnaði. Því hafi vaknað upp spurningar hvort flugmenn vélarinnar hafi flogið á röngum hraða og það hafi valdið því að vélin fórst.

Air France tilkynnti síðar að svipuð dæmi hafi áður komið upp í öðrum airbusvélum.

Framkvæmdastjóri Air France efast þó um að það hafi verið hraðamælarnir sem orsökuðu slysið. Þrátt fyrri efasemdir hefur flugvélagið engu að síður ákveðið að grípa til varúðarráðstafana og skipt um hraðamæla í öllum airbusvélum félagsins.

Air France er í áfalli yfir slysinu og sagðist framkvæmdastjórinn vænta þess að frekari upplýsingar lægju fyrir innan viku.

Franska flugslysanefndin hefur gefið það út að það sé of snemmt að draga fram einhverja eina ástæðu fyrir slysinu. Tvennt sé hins vegar ljóst: vélin lenti í óveðri rétt áður en hún hrapaði og að niðurstöður hraðamæla séu ruglingslegar.


Tengdar fréttir

Fyrstu líkin komin til Brasilíu

Fyrstu líkin úr Air France-flugslysinu komu til herstöðvar brasilíska flughersins í Recife í gær. Þaðan voru þau flutt til réttarrannsóknarstöðvar þar sem vinna hefst við að bera kennsl á þau.

Eldur í flugstjórnarklefa Airbus-þotu

Þotu af gerðinni Airbus A330, sem er sama gerð og þota Air France sem fórst í Atlantshafi, var lent í Guam í morgun eftir að eldur kom upp í flugstjórnarklefanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×