Erlent

Fyrstu líkin komin til Brasilíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/CNN

Fyrstu líkin úr Air France-flugslysinu komu til herstöðvar brasilíska flughersins í Recife í gær. Þaðan voru þau flutt til réttarrannsóknarstöðvar þar sem vinna hefst við að bera kennsl á þau. Um 16 lík var að ræða en auk þeirra hafa 25 fundist og er búist við að þau komi til Brasilíu í dag. Franski kjarnorkukafbáturinn Emeraude er nú kominn á svæðið þar sem vélin fórst og tekinn til við að leita að flugritum hennar auk þess sem um 400 franskir hermenn koma með einum eða öðrum hætti að leit á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×