Erlent

Fjórir lögreglumenn myrtir úr launsátri

Frá vettvangi. Lögreglumaður að störfum.
Frá vettvangi. Lögreglumaður að störfum. Mynd/AP
Fjórir lögreglumenn voru myrtir í borginni Parkland í Washington fylki í dag. Borgin er grennd við Seattle og herstöð bandaríska hersins. Lögreglumennirnir voru skotnir til bana þar sem þeir sátu á kaffihúsi.

Í fyrstu var talið að tveir byssumenn hefðu verið að verki en Ed Troyer, talsmaður lögreglu á svæðinu, segir að einn maður hafi verið að verki. Maðurinn rændi ekki kaffihúsið og fullyrðir Troyer að um launsátur hafi verið að ræða. Byssumaðurinn hafi greinlega komið á kaffihúsið í þeim erindagjörðum að myrða lögreglumennina.

Stóru svæði í kringum Parkland hefur verið lokað og leitar nú fjöldi lögreglumanna morðingjans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×