Innlent

Farþegar borgi 200-250 krónur

Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Allar áætlanir um rekstur nýrrar samgöngumiðstöðvar í Reykjavík miðast við að bygging hennar verði fjármögnuð með lánsfé frá lífeyrissjóðunum til 25-35 ára.

Notendagjöld af farþegum, sem fara um samgöngumiðstöðina, og leigugjöld þjónustuaðila, sem verða með rekstur í miðstöðinni, eiga að nægja til að standa undir greiðslu lánanna.

Þetta kom fram í svari Kristjáns L. Möller samgönguráðherra við fyrirspurn frá Jóni Gunnars­syni, þingmanni sjálfstæðismanna, á Alþingi í gær.

Samgönguráðherra sagði áætlanir miðast við 200-250 króna gjaldtöku af hverjum farþega. -pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×