Lífið

2008 besta árið hingað til hjá Manuelu

Manuela Ósk.
Manuela Ósk.

Fyrrverandi Ungfrú Ísland, Manuela Ósk Harðardóttir og landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson búa í Bolton. Vísir hafði samband við Manuelu til að forvitnast um hennar persónulegu áramótaheit.

„Nýja árið leggst afskaplega vel í mig enda varla annað hægt þar sem árið 2008 var það allra besta hingað til," svarar Manuela.

„Ég hef margoft brennt mig á áramótaheitum þar sem þau lifa oftarst ekki út fyrstu viku ársins. Ég ákvað þó á gamlárskvöld að ég mynda fara í stuttan göngutúr á hverjum degi á nýju ári. Niður að læknum hérna heima og til baka."

„En það varð ekki mikið úr því þar sem ég vaknaði með pest á nýársmorgun. Þetta sannar augljóslega kenningu mína um áramótaheit."

„Það er hinsvegar fullt af hlutum sem ég ætla að gera á nýju ári og spennandi tímar framundan hjá okkur. Ég elska áramótin því þau gefa mannni vona pínu ferska byrjun og sparka svolítið í rassinn á manni að gera nýja hluti," segir Manuela.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.