Erlent

Fjórir ræningjar á þyrlu sneru á sænsku lögregluna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Djarfir ræningjar á þyrlu sprengdu upp peningageymslu öryggisfyrirtækis og nældu sér í óþekkta peningaupphæð í Västberga í Stokkhólmi snemma í morgun. Mennirnir, sem voru fjórir, tóku þyrlu ófrjálsri hendi og lentu henni á þaki hússins. Eftir að hafa sprengt rammgerða hurð upp forðuðu þeir sér sömu leið til baka og fannst þyrlan mannlaus norðan við Stokkhólm nokkru eftir ránið. Ránið virðist hafa verið þaulskipulagt og skemmdarverk unnin á þyrlum lögreglunnar sem fyrir vikið komust hvorki lönd né strönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×