Lífið

Börnin breyttu lífssýn Lopez

hjón Hjónin Jennifer Lopez og Marc Anthony uppi á sviði. Þau hafa í nógu að snúast við uppeldið á tvíburunum sínum.
hjón Hjónin Jennifer Lopez og Marc Anthony uppi á sviði. Þau hafa í nógu að snúast við uppeldið á tvíburunum sínum.

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez segist líta lífið öðrum augum eftir að hún eignaðist tvíburana Max og Emme fyrir 21 mánuði. Hún segir einnig að eiginmaður hennar, söngvarinn Marc Anthony, sé gríðarlega mikilvægur hlekkur í sínu lífi. „Að eignast börnin hefur breytt mér upp að vissu marki. Það fékk mig til að líta í eigin barm og lagfæra það sem ég þurfti að bæta. Ég þurfti að læra að elska sjálfa mig og hugsa betur um mig," sagði Lopez.

Hún telur að hún væri ekki sú manneskja sem hún er í dag ef eiginmaðurinn Marc væri ekki til staðar. Til dæmis hvatti hann hana til að klæðast djörfum gylltum kjól á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í byrjun ársins. „Ég hafði ekki klæðst svona kjól síðan ég eignaðist börnin. Ég var ekki orðin alveg eins vaxin og ég hafði verið. Ég vissi að Marc yrði hreinskilinn við mig. Hann sagði: „Ætlarðu að vera í þessu? Þú ættir líka að gera það því þú lítur svo fallega út"," sagði Lopez.

Hún bætir við að hún leggi ekki lengur aðaláherslu á að vera grönn. „Ég er ekki jafn grimm í líkamsræktarsalnum. Þegar þú kemst yfir þrítugsaldurinn og eignast börn þá hefurðu ekki jafnmikinn áhuga á því. Maður vill líta vel út en er ekki tilbúinn til að leggja alveg jafnmikið á sig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.