Innlent

Tveir farþegar alvarlega slasaðir

Gunnar Örn Jónsson skrifar

Tveir af fjórum farþegum bílsins sem fór út af veginum við Álftafjörð á Vestfjörðum, laust fyrir kvöldmat, liggja alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í kvöld voru fjórir menn í bílnum en ekki er vitað um tildrög slyssins. Bíllinn fór út af veginum og hafnaði hann í fjöruborðinu.

Allir farþegar bílsins eru af erlendu bergi brotnir.








Tengdar fréttir

Bíll fór út af veginum í Álftafirði á Vestfjörðum

Fjórir einstaklingar voru um borð í bíl sem fór út af veginum í austanverðum Álftafirði á Vestfjörðum nú um klukkan hálf sex. Ekki liggur fyrir hve margir eru slasaðir eða hve mikið. Að minnsta kosti einn farþegi var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×