Innlent

Saving Iceland senda iðnaðarráðherra harðort bréf

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Frá mótmælabúðum Saving Iceland á Hellisheiði síðusta sumar.
Frá mótmælabúðum Saving Iceland á Hellisheiði síðusta sumar. Mynd/Pjetur
Aðgerðahópurinn Saving Iceland hefur nú sent iðnaðarráðherra harðort opið bréf. Þar gagnrýna þau meðal annars viðbrögð Katrínar Júlíusdóttur ráðherra við því þegar samtökin lokuðu ráðuneyti hennar „[...] vegna náttúruspjalla."

Katrín sagðist myndu skoða allar málefnalegar athugasemdir sem henni bærust. Þetta segja samtökin eingöngu sagt í ímyndarskyni og bæta við að henni megi vera afstaða samtakanna ljós.

Þá kennir ýmissa grasa í bréfinu, stóriðjuuppbygging er gagnrýnd og vakið máls á neikvæðum áhrifum báxítgraftar.

Vikið er sérstaklega að upplýsingaritinu Lowest energy prices sem notað var til að markaðssetja íslenska orku erlendis. Bæklingurinn er í bréfinu kallaður „[...] aumkunarvert ákall íslenskra stjórnvalda um innrás alþjóða kapítalisma inn í landið."

Þá er umhverfisstefna Samfylkingar gagnrýnd, ekki síður en þeirra flokka sem áður fóru með stjórn landsins.

Bréfið má í heild sinni lesa hér að neðan.


Tengdar fréttir

Saving Iceland lokar ráðuneytum

Aðfaranótt þriðjudags lokaði Saving Iceland aðgerðarhópur skrifstofum fyrirtækja og stofnanna sem gerst hafa meðsek um stórfell náttúruspjöll.

Iðnaðarráðherra varð ekkert vör við mótmælendur

„Ég varð ekkert vör við þetta sjálf en ég fékk þær upplýsingar frá húsvörslunni að þeir hefðu eitthvað átt við lásinn á hurðinni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Um liðna nótt lokaði Saving Iceland aðgerðarhópur skrifstofum fyrirtækja og stofnanna sem gerst hafa meðsek um stórfelld náttúruspjöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×