Innlent

Brutust inn í mannlaust hús á Vallarheiði

Séð yfir Vallarheiði.
Séð yfir Vallarheiði. MYND/VF.is

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi tvo fjórtán ára pilta, sem höfðu brotist inn í mannlaust fjölbýlishús á Vallarheiði við Keflavíkurflugvöll og valdið þar töluverðum skemmdum.

Virðast þeir hafa brotist inn í þeim tilgangi einum að fremja spellvirki, því ekkert lauslegt var í húsinu til að stela. Mál drengjanna verður sent barnaverndaryfirvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×