Innlent

Ökumaðurinn beittur hjartahnoði - búið að opna Hellisheiði

Tveir bílar fóru útaf á svipuðum tíma á Hellisheiði um fjögur leytið í dag. Ökumaður annars bílsins á Hellisheiði var á leið austur og slasaðist alvarlega. Mikil mildi þykir að kona sem var á leið til Reykjavíkur og fór útaf hafi labbað frá flakinu.

Þriðji bíllinn valt í Þrengslunum og var það slys meiðslalaust að sögn lögreglu. Annar fór síðan útaf við Litlu kaffistofuna en það var einnig minniháttar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi var ökumaðurinn sem slasaðist alvarlega á Hellisheiði endurlífgaður með hjartahnoði af sjúkraflutningamanni þegar komið var á vettvang, hann var síðan fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur.

Hellisheiði var lokuð um tíma en nú er búið að opna heiðina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×