Innlent

Rólegheit hjá helstu lögregluembættum landsins

Landsmenn byrja árið með rólegasta móti. Þrátt fyrir skemmtanahald víða um land komu ekki upp nein stórvægileg mál hjá helstu lögregluembættum landsins. Á höfuðborgarsvæðinu var nánast ekkert að gera hjá lögreglunni sem fór í nokkur hefðbundin útköll. Tveir gista þó fangageymslur fyrir ölvun.

Á Akureyri fengust þær upplýsingar að eitthvað af fólki hefði skemmt sér í miðbænum en einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í nótt. Þá gistu tveir fangageymslur fyrir ölvun. Annnars var rólegt.

Lögreglan á suðurnesjum sagði að helgin hefði verið mjög góð og ekkert hefði komið upp á. Sömu upplýsingar fengust á Selfossi að undanskildum einum ökumanni sem var stöðvaður og grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×