Lífið

Ljósmyndari stoppar í matargöt þjóðarinnar

í eldhúsinu Haraldur sýnir landsmönnum hvernig á að matreiða ýmsa rétti frá grunni í tímaritinu Stoppað í matargatið.
fréttablaðið/anton
í eldhúsinu Haraldur sýnir landsmönnum hvernig á að matreiða ýmsa rétti frá grunni í tímaritinu Stoppað í matargatið. fréttablaðið/anton
Ljósmyndarinn Haraldur Jónasson, Hari, hefur gefið út tímaritið Stoppað í matargatið. Fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós í gær.

Tímaritinu verður dreift ókeypis á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. „Þetta tímarit gengur út á mat sem allir eru að borða og fólk getur búið til heima hjá sér frá grunni,“ segir Hari. Í fyrsta tölublaðinu er sýnt hvernig á að reiða fram heimatilbúinn skyndibita þannig að útkoman verði enn gómsætari en á hinum hefðbundnu skyndibitastöðum. Sýnt er hvernig á að búa til eigin pitsur, hamborgarabrauð og hinar ýmsu sósur frá grunni, auk ýmislegs fleira.

„Hugmyndin að þessu kviknaði fyrir tveimur árum þegar ég bjó úti í Danmörku. Þá var ekki hægt að kaupa almennilegan hamborgara eða hamborgarabrauð úti í búð,“ segir Hari. Þrátt fyrir að meiri tími fari í að gera uppskriftirnar frá grunni segir hann að það sé vel þess virði. „Þetta tekur aðeins lengri tíma en fyrir vikið verður þetta tíu sinnum betra. Þá veit maður líka nákvæmlega hvað maður er að setja ofan í sig.“

Stoppað í matargatið kemur út fjórum sinnum á ári og verður hægt að nálgast tímaritið í verslunum Eymundsson, á kaffihúsum og öðrum samkomustöðum. Einnig verður hægt að skoða það á slóðinni Matargatid.is.

freyr@frettabladid.isFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.