Innlent

Leit að manninum hætt

Leit hefur verið hætt að manni sem saknað er eftir að bátur hans fékk á sig brot og hvolfdi við Skrúð í Fáskrúðsfirði í morgun. Öðrum skipverja var bjargað en hann hafði komist um borð í gúmmíbjörgunarbát.

Leitað hefur verið á svæðinu þar sem báturinn hvolfdi. Björgunarsveitir af Austurlandi, nærstaddir bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa tekið þátt í leitinni auk kafara.

Verið er að draga bátinn til hafnar á Fáskrúðsfirði og er von á honum þangað eftir tvo til þrjá tíma.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×