Innlent

Hagfræðistofnun gagnrýnir mat á Icesave skuldbindingum

Gunnar Örn Jónsson skrifar
„Mesta hættan liggur í því ef efnahagshremmingar þær sem við glímum nú við verða til þess að fólk flytji úr landi í stórum stíl, slíkt myndi minnka framleiðslu í framtíðinni og þyngja skuldabyrðina enn frekar. Fólskflótti í stórum stíl vegna almennrar ótíðar eykur skuldabyrði þeirra sem eftir sitja".

Þetta er meðal þess sem kemur fram í mati Hagfræðistofnunar Íslands á greiðslubyrði landsins vegna Icesave skuldbindingarinnar sem fjárlaganefnd Alþingis kallaði eftir. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur matið undir höndum. Í því kemur ennfremur fram að ljóst sé að greiðslur vegna Icesave leiði til lakari lífskjara.

Í skýrslu Hagfræðistofnunar er talsverð gagnrýni á mat Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins.

Fjárlaganefnd Alþingis hefur fjallað um skýrsluna í dag.

Nánar verður sagt frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö og viðbrögðum þingmanna við skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×