Erlent

Tannlæknir hótaði Sarkozy lífláti

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nicolas Sarkozy.
Nicolas Sarkozy.

Tannlæknir og arkitekt eru meðal ellefu manna sem handteknir voru í gær, grunaðir um að hafa sent Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og átta frönskum ráðherrum líflátshótanir. Hótanirnar voru skriflegar og sendar með pósti ásamt byssukúlum sem settar höfðu verið í umslögin ásamt bréfunum. Viðtakendur bréfanna eru allir hægrisinnaðir en sendendur eru taldir vinstri öfgamenn. Meðal þess sem fram kom í bréfunum var óánægja með að ólöglegum innflytjendum væri vísað frá Frakklandi auk þess sem þess var krafist að leiðtoga hinna róttæku Action Directe-samtaka yrði sleppt úr fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×