Innlent

Aðalmeðferð skútusmygls er yfirstaðin

Sakborningarnir Rúnar Þór Róbertsson, Jónas Árni Lúðvíksson og Árni Hrafn Ásbjörnsson huldu andlit sín í héraðsdómi. Mynd/GVA
Sakborningarnir Rúnar Þór Róbertsson, Jónas Árni Lúðvíksson og Árni Hrafn Ásbjörnsson huldu andlit sín í héraðsdómi. Mynd/GVA

Aðalmeðferð í stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sex eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu staðið að innflutningi á rúmum hundrað kílóum af amfetamíni, kannabisefnum og e-töflum, sem flutt voru til landsins um borð í skútu.

Þremenningarnir sem handteknir voru um borð í skútunni neita sök og segja lögreglu hljóta að hafa farið skútuvillt. Hinir játa sök að hluta, en segjast hafa haldið sig vera að taka á móti sterum. Í gær fengu verjendur tækifæri til að tjá sig um gögn sem lögð voru fram í málinu á síðustu stundu. Málið var því næst lagt í dóm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×