Fótbolti

Góður sigur á Dönum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir fór á kostum með íslenska landsliðinu í dag.
Fanndís Friðriksdóttir fór á kostum með íslenska landsliðinu í dag. Mynd/Daníel
Fanndís Friðriksdóttir skoraði öll þrjú mörk íslenska U-19 liðsins sem vann 3-2 sigur á Dönum í milliriðlakeppni EM U-19 ára liða.

Danir komust tvívegis yfir í leiknum en Fanndís jafnaði metin jafn oft, fyrst á elleftu mínútu og svo á 32. mínútu. Fanndís skoraði svo sigurmark íslenska liðsins úr vítaspyrnu í blálok hálfleiksins. Brotið var á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.

Danir voru meira með boltann í síðari hálfleik en Ísland varðist skynsamlega og fagnaði góðum sigri.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Svíum á laugardaginn og hefst klukkan 10.00 að íslenskum tíma.

Pólland er einnig í þessum sama riðli en riðlakeppnin fer fram þar í landi. Efsta liðið í riðlinum kemst beint áfram í sjálfa úrslitakeppnina en alls eru sex milliriðlar. Það lið sem nær bestum árangri af þeim sem urðu í öðru sæti síns riðils kemst einnig áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Hvíta-Rússlandi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×