Innlent

Meindýraeyðir olli misskilningi - fólkinu sleppt

Manninum sem handtekinn var fyrr í dag í Bústaðahverfi hefur verið sleppt. Svo virðist sem um miskilning hafi verið að ræða en maðurinn og sambýliskona hans voru handtekinn.

Húsleit var framkvæmd í kjölfarið en að sögn nágranna var meindýraeyðir á ferli í garðinum um svipað leyti og var hann vopnaður vasaljósi. Hann mun hafa verið að leita að rottum. Nágranninn sagði við fréttastofu að misskilningur gæti hafa orsakast af þeim sökum.






Tengdar fréttir

Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið

Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn.

Viðbúnaður í Bústaðahverfi: Húsleit framkvæmd

Húsleit stendur nú yfir hjá manninum sem handtekinn var fyrr í dag, grunaður um að hafa verið vopnaður. Maðurinn og sambýliskona hans voru handtekinn og hefur hún verið flutt á brott en maðurinn, áður hefur komið við sögu lögreglu, er enn í húsinu á meðan húsleitin er framkvæmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×