Lífið

Kalkúnn á gamlárs og Wellington innbakaðar nautalundir

Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður á Stöð 2 ætlar að eyða áramótunum upp í sumarbústað.
Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður á Stöð 2 ætlar að eyða áramótunum upp í sumarbústað.

„Þessi áramót verða með alveg óhefðbundnu sniði hjá mér og frúnni," svarar Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður á Stöð 2 spurður út í áramótin í ár á Jol.is.

„Ég og miklu betri helmingurinn ætlum að eyða þeim með frábæru og skemmtilegu vinafólki í sumarbústað."

„Það verður hátíðarkvöldverður öll kvöldin. Óvænt frá gestgjöfunum kvöldið fyrir gamlárs, kalkúnn á gamlárs og Wellington innbakaðar nautalundir frá Kidda dómara á sérstöku gala-nýárskvöldi," segir Hansi spenntur.

Sjá allt viðtalið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.