Erlent

Ánægður með tillögurnar

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Mynd/AP
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Mynd/AP
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ber lof á þær tillögur sem Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hafa lagt fram en samkvæmt þeim er ráð fyrir að Íranar sendi úran sem þeir auðga til Rússlands og Frakklands þar sem því verði breytt í eldsneyti til kjarnorkuvinnslu.

„Þetta er jákvætt fyrsta skref," sagði forsætisráðherrann áður en fór á fund með George Mitchell, sérstaks erindreka Bandaríkjastjórnar í málefnum Mið-Austurlanda, í dag. Stöðva verður tilraunir Írana til að þróa kjarnorkuvopn, að mati Netanyahu.

Svar barst frá stjórnvöldum í Íran í gær við tillögunum, en ekki hefur verið gefið út hvað felst í svarinu. Talið er líklegt að Íranir vilji gera einhverjar breytingar á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×