Hvetur Friðrik Ómar til að lagfæra Rómeó og Júlíu 20. október 2009 06:00 bubbi morthens hirtir Friðrik Bubbi hvetur Friðrik Ómar til að fara í hljóðver og breyta útgáfu sinni af Rómeó og Júlíu. Rangt er farið með texta lagsins. Bubbi vill að menn fari rétt með lögin sín. Friðrik Ómar tók vel í þá bón Bubba að laga þessi leiðu mistök. „Ég myndi hvetja Friðrik til að fara inn í stúdíó og kippa þessu í liðinn, ég hef nú gert annað eins,“ segir Bubbi Morthens. Friðrik Ómar fer rangt með texta Bubba-slagarans Rómeó og Júlía í nýrri útgáfu lagsins sem hann syngur með Jógvani Hansen. Í útgáfunni, sem var eingöngu gerð fyrir útvarpið, syngur Friðrik: „Draumana tilbáðu þau“ í staðinn fyrir „Draumarnir tilbáðu þau“, eins og rétt er. Bubbi segir að það taki í mesta lagi klukkutíma að lagfæra textann og hvetur Friðrik til að „negla“ þetta aftur, því merking textans sé einfaldlega kolröng í þessari útgáfu. Þessu eru dyggir aðdáendur kóngsins sammála og hafa miklar umræður um málið sprottið upp á heimasíðunni Bubbi.is. „Ég vil helst að menn fari rétt með textana mína, nema málvilla komi frá mér. Þá verða menn bara að éta það eftir mér,“ segir Bubbi. „Ég er mjög þakklátur og auðmjúkur að þeir skuli velja lag eftir mig að syngja en þetta er lítið mál að laga.“ Friðrik Ómar segist ekki hafa áttað sig á mistökum sínum fyrr en blaðamaður ræddi við hann. „Við hljótum að græja þetta. Þetta eru einhver leiðinda mistök,“ segir hann, spurður hvort hann ætli aftur í hljóðverið. „Þetta er ekki á neinni plötu enn þá, þannig að það er lítið mál að redda þessu.“ Friðrik er mikill aðdáandi Bubba og lagið Rómeó og Júlía er þar í mestu uppáhaldi. „Þetta er bara geðveikt lag og þegar maður breytir útsetningunni er það enn þá gott. Það er hægt að gera margar útgáfur af því og það virkar alltaf.“ Þrátt fyrir mistökin í nýju útgáfunni segist Friðrik alltaf syngja lagið rétt á tónleikum. „Ég tók þetta upp einn heima hjá mér, einn með sjálfum mér. Ég hef bara ekki heyrt þetta sjálfur.“ Lagið er eingöngu í flutningi Jógvans á nýrri plötu þeirra félaga, Vinalög, og þar fer Færeyingurinn rétt með textann. Bubbi segir það heiður að Færeyingur skuli syngja lag eftir sig, enda hafa þessir frændur okkar stutt vel við bakið á okkur Íslendingum í kreppunni. „Það þarf ekkert að ræða það. Ég held ég hafi þakkað fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í sjónvarpsþættinum í vetur sem ég tók upp í Færeyjum og söng fyrir þá. Þar þakkaði ég mikið fyrir.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira
„Ég myndi hvetja Friðrik til að fara inn í stúdíó og kippa þessu í liðinn, ég hef nú gert annað eins,“ segir Bubbi Morthens. Friðrik Ómar fer rangt með texta Bubba-slagarans Rómeó og Júlía í nýrri útgáfu lagsins sem hann syngur með Jógvani Hansen. Í útgáfunni, sem var eingöngu gerð fyrir útvarpið, syngur Friðrik: „Draumana tilbáðu þau“ í staðinn fyrir „Draumarnir tilbáðu þau“, eins og rétt er. Bubbi segir að það taki í mesta lagi klukkutíma að lagfæra textann og hvetur Friðrik til að „negla“ þetta aftur, því merking textans sé einfaldlega kolröng í þessari útgáfu. Þessu eru dyggir aðdáendur kóngsins sammála og hafa miklar umræður um málið sprottið upp á heimasíðunni Bubbi.is. „Ég vil helst að menn fari rétt með textana mína, nema málvilla komi frá mér. Þá verða menn bara að éta það eftir mér,“ segir Bubbi. „Ég er mjög þakklátur og auðmjúkur að þeir skuli velja lag eftir mig að syngja en þetta er lítið mál að laga.“ Friðrik Ómar segist ekki hafa áttað sig á mistökum sínum fyrr en blaðamaður ræddi við hann. „Við hljótum að græja þetta. Þetta eru einhver leiðinda mistök,“ segir hann, spurður hvort hann ætli aftur í hljóðverið. „Þetta er ekki á neinni plötu enn þá, þannig að það er lítið mál að redda þessu.“ Friðrik er mikill aðdáandi Bubba og lagið Rómeó og Júlía er þar í mestu uppáhaldi. „Þetta er bara geðveikt lag og þegar maður breytir útsetningunni er það enn þá gott. Það er hægt að gera margar útgáfur af því og það virkar alltaf.“ Þrátt fyrir mistökin í nýju útgáfunni segist Friðrik alltaf syngja lagið rétt á tónleikum. „Ég tók þetta upp einn heima hjá mér, einn með sjálfum mér. Ég hef bara ekki heyrt þetta sjálfur.“ Lagið er eingöngu í flutningi Jógvans á nýrri plötu þeirra félaga, Vinalög, og þar fer Færeyingurinn rétt með textann. Bubbi segir það heiður að Færeyingur skuli syngja lag eftir sig, enda hafa þessir frændur okkar stutt vel við bakið á okkur Íslendingum í kreppunni. „Það þarf ekkert að ræða það. Ég held ég hafi þakkað fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í sjónvarpsþættinum í vetur sem ég tók upp í Færeyjum og söng fyrir þá. Þar þakkaði ég mikið fyrir.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira