Innlent

Hefja vinnslu í janúarmánuði

Vinnsla í nýrri verksmiðju hefst eftir áramótin.
mynd/Hg grandi
Vinnsla í nýrri verksmiðju hefst eftir áramótin. mynd/Hg grandi
Framkvæmdum við hina nýju fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði miðar vel og eru þær á áætlun að sögn Sveinbjörns Sigmundssonar verksmiðjustjóra. Þá er í ráði að í vikunni verði lokið við steypuvinnu á gólfi mjölgeymslu sem verið er að byggja á grunni hinnar gömlu mjölskemmu fyrirtækisins.

Rúmlega fjörutíu manns, að meðtöldum starfsmönnum fiskmjölsverksmiðjunnar, hafa unnið við framkvæmdirnar á Vopnafirði en auk byggingar nýju verksmiðjunnar og nýs mjölhúss hefur verið unnið við að ganga frá í gamla verksmiðjuhúsinu. Samkvæmt áætlun á að vera hægt að gangsetja fiskmjölsverksmiðju HB Granda í lok janúar. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×