Erlent

Hlýnun jarðar rædd

Ráðstefnan sett. Gro Harlem Brundtland í ræðustóli. AP
Ráðstefnan sett. Gro Harlem Brundtland í ræðustóli. AP

Um 1.500 vísindamenn, embættismenn og stjórnmálamenn taka þátt í loftslagsráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem haldin er í Genf nú í vikunni.

Ekki verður þó fjallað um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, því það verður umræðuefnið á loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember.

Viðfangsefnið þessarar ráðstefnu er að samhæfa og kortleggja möguleg viðbrögð við hlýnun jarðar. Meðal annars er stefnt að því að koma á fót upplýsingakerfi, sem varar í tæka tíð við fárviðri, fellibyljum, flóðum og þurrkatímabilum víðs vegar um jörðina.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×