Atvinnurekendur svíkja út bæturnar 12. janúar 2009 05:00 Aðalsteinn Árni Baldursson Fyrirtæki og einstaklingar misnota atvinnuleysisbætur vegna hlutastarfs í auknum mæli og nýta þær sem launagreiðslur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrirtæki hafi lækkað starfshlutfall starfsmanna um allt að helming en ætlast til sömu afkasta eftir sem áður. Þannig hafi atvinnuleysisbæturnar í reynd breyst í niðurgreiðslu launakostnaðar. Í einhverjum tilfellum vinni starfsfólkið þó að eigin frumkvæði fullt starf á skertum launum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta skýrt lögbrot sem launþegarnir séu þátttakendur í. „Þeir eru einfaldlega að svíkja út bætur. Það gæti vel komið til þess að fólk verði endurkrafið um bæturnar ef slíkt kemst upp." Breyting á starfshlutfalli geti ekki verið einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Samþykki starfsmaður ekki skerðingu skuli atvinnurekandi segja honum upp með eðlilegum uppsagnarfresti. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar - stéttarfélags, segir fyrirtæki hafa leitað til sín, sem telji sig í rétti að fara þessa leið. Hann hafi bent þeim á að þetta sé ólöglegt. Að auki veit Aðalsteinn til þess að lögin hafi verið misnotuð á annan hátt. „Ég þekki nokkur dæmi þess að fyrirtæki segi fólki upp störfum og sendi það strax af stað til að sækja um bætur vegna skertrar atvinnu. Það er klárt lögbrot, enda ber fyrirtækjum að greiða starfsmönnum uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningi," segir Aðalsteinn. „Vinnumálastofnun og stéttarfélögin eiga að sækja hart að þessum atvinnurekendum. Láti þeir ekki segjast á að kæra þá. Ábyrgð fylgir rekstri. Þeir verða að axla sína ábyrgð," segir Aðalsteinn. Launafólk eigi undir högg að sækja. „Það er sótt að fólki að taka á sig alls konar skerðingar. Það er búið að taka heila öld að byggja upp réttindakerfi fyrir verkafólk. Við erum komin áratugi aftur í tímann í þeirri réttindabaráttu." Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Fyrirtæki og einstaklingar misnota atvinnuleysisbætur vegna hlutastarfs í auknum mæli og nýta þær sem launagreiðslur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrirtæki hafi lækkað starfshlutfall starfsmanna um allt að helming en ætlast til sömu afkasta eftir sem áður. Þannig hafi atvinnuleysisbæturnar í reynd breyst í niðurgreiðslu launakostnaðar. Í einhverjum tilfellum vinni starfsfólkið þó að eigin frumkvæði fullt starf á skertum launum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta skýrt lögbrot sem launþegarnir séu þátttakendur í. „Þeir eru einfaldlega að svíkja út bætur. Það gæti vel komið til þess að fólk verði endurkrafið um bæturnar ef slíkt kemst upp." Breyting á starfshlutfalli geti ekki verið einhliða ákvörðun vinnuveitanda. Samþykki starfsmaður ekki skerðingu skuli atvinnurekandi segja honum upp með eðlilegum uppsagnarfresti. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar - stéttarfélags, segir fyrirtæki hafa leitað til sín, sem telji sig í rétti að fara þessa leið. Hann hafi bent þeim á að þetta sé ólöglegt. Að auki veit Aðalsteinn til þess að lögin hafi verið misnotuð á annan hátt. „Ég þekki nokkur dæmi þess að fyrirtæki segi fólki upp störfum og sendi það strax af stað til að sækja um bætur vegna skertrar atvinnu. Það er klárt lögbrot, enda ber fyrirtækjum að greiða starfsmönnum uppsagnarfrest samkvæmt kjarasamningi," segir Aðalsteinn. „Vinnumálastofnun og stéttarfélögin eiga að sækja hart að þessum atvinnurekendum. Láti þeir ekki segjast á að kæra þá. Ábyrgð fylgir rekstri. Þeir verða að axla sína ábyrgð," segir Aðalsteinn. Launafólk eigi undir högg að sækja. „Það er sótt að fólki að taka á sig alls konar skerðingar. Það er búið að taka heila öld að byggja upp réttindakerfi fyrir verkafólk. Við erum komin áratugi aftur í tímann í þeirri réttindabaráttu."
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira