Innlent

Ísland á kort fuglaskoðunar

Haförn Konungur íslenskra fugla er tilkomumikil sjón. Hér sést haförn í fangi Hildibrands Bjarnasonar á Bjarnarhöfn.Mynd/Róbert A. Stefánsson
Haförn Konungur íslenskra fugla er tilkomumikil sjón. Hér sést haförn í fangi Hildibrands Bjarnasonar á Bjarnarhöfn.Mynd/Róbert A. Stefánsson
Meðlimir nýstofnaðra Samtaka um fuglatengda ferðaþjónustu telja mikla möguleika á þessu sviði hérlendis. „Með samtökunum er ætlunin að koma Íslandi almennilega á kortið hjá erlendum fuglaskoðurum sem áfangastað til fuglaskoðunar,“ segir Hrafn Svavarsson, formaður nýju samtakanna, í Útherja, blaði Útflutningsráðs Íslands. Þar kemur einnig fram að sex íslensk félög og fyrirtæki hafi nýlega sótt árlega ráðstefnu fuglaskoðunarmanna í Englandi til að vekja athygli á einstæðum möguleikum á Íslandi. Þá segir að um tuttugu milljónir Bandaríkjamanna fari árlega í fuglaskoðunarferðir.- gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×