Erlent

Rændi fyrrum eiginmann sinn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla á Vestur-Jótlandi í Danmörku handtók í gærkvöldi par sem eftirlýst var fyrir rán. Það var fyrrverandi eiginmaður konunnar sem varð fyrir barðinu á ræningjunum en þau réðust að honum í heimahúsi og tóku hann með sér að næsta hraðbanka þar sem þau neyddu hann til að taka út andvirði rúmlega 20.000 íslenskra króna og afhenda parinu.

Þegar skötuhjúin voru handtekin báru þau því við að eiginmaðurinn fyrrverandi hefði skuldað þeim húsaleigu en lögregla segist ætla að fara nánar ofan í saumana á þeim skýringum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×