Vonar að Tal verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone 7. janúar 2009 15:10 Jóhann Óli Guðmundsson á 49% hlut í farsímafyrirtækinu Tal. Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður í Tali, vona að farsímafyrirtækið verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone sem allra fyrst svo félagið geti orðið þjóðinni öflugur lággjalda þjónustuaðili í því kreppuástandi sem hún er að fást við um þessar mundir. ,,Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu hef ég haft verulegar áhyggjur af háttsemi fulltrúa Teymis í stjórn Tals gagnvart hagsmunum og sjálfstæði Tals á fjarskiptamarkaði. Það er staðföst skoðun mín að með endurteknum hætti hafi þetta fólk brotið gegn samkeppnislögum og þeim skilyrðum Samkeppniseftirlitsins sem Teymi voru sett fyrir því að mega eiga 51% í Tali á sama tíma og félagið átti 100% í Vodafone," segir í tilkynningu frá Jóhanni. Jóhann segir að þegar að fyrir lá að Vodafone bauð lausn á reikivandamálum Tals, sem að mati Hermanns Jónassonar, forstjóra félagsins. stæðust ekki lög um eðlilega viðskiptahætti, fór hann til fundar við Póst- og fjarskiptastofnun til að leita eftir frekari lausnum í samráði við þá. Stofnunin hvatti hann til að til að leita formlegra tilboða frá bæði Vodafone og Símanum til lausnar vandamálinu. ,,Að sögn forstjóra kom Vodafone hins vegar ekki með aðra lausn á málinu en að Tal afsalaði sér númeraseríum sínum til Vodafone og yrði þannig eins konar áskriftarborð fyrir Vodafone en ekki sjálfstætt félag á samkeppnismarkaði. Tilboð Símans reyndist afar hagstætt fyrir Tal," segir Jóhann og bætir við að það hafi meðal annars tryggt Tali betri taxtakjör en Vodafone hafði boðið. Það hafi auk þess tryggt fullkomið sjálfstæði Tals á íslenskum samkeppnismarkaði og óheft leyfi til að eiga frjáls og óháð viðskipti við aðra aðila en Símann á sama tíma. Jóhann segir að Vodafone hafði gert kröfur um hið gagnstæða. Jóhann telur rétt að það komi fram að Tal hafði tryggt sér að verð Vodafone yrðu ekki hækkuð fyrr en eftir september 2009 en Vodafone hafi svikið það ákvæði og hefur tilkynnt frekari hækkanir strax janúar 2009 og svo aftur í haust. ,,Það sjá allir sem vilja að hækkun á þjónustu sem þessari er síst það sem þjóðin þarf á að halda um þessar mundir. Þjóðin er öll er í sárum vegna háttsemi þessara manna og annarra og sér sjálf í gegnum samhengi hlutanna. Teymi og Vodafone verða að horfast í augu við að þjóðin er þjáð og lætur ekki bjóða sér meiri blekkingar. Að því leytinu tel ég að afskipti Samkeppniseftirlits verði til góðs fyrir Tal og viðskiptavini þess," segir Jóhann. Tengdar fréttir Stjórnarformaður Tals vísar gagnrýni á bug Meirihluti stjórnar tók ákvörðun um það að segja Hermanni upp störfum og ráða nýjan forstjóra og sú ákvörðun stendur, segir Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals. 5. janúar 2009 13:26 Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59 Krefst forstjórastöðu Tals á ný Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun. 5. janúar 2009 11:43 Síminn kvartaði til Samkeppniseftirlits Síminn sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í gær vegna ummæla Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Teymis. Í morgun var gerð húsleit hjá Teymi og dótturfélögum þess. 7. janúar 2009 11:20 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Vodafone: Rannsókn mun taka af allan vafa um eðlilega viðskiptahætti Forsvarsmenn símafyrirtækisins Vodafone, sem Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá í morgun, taka í sama streng og stjórnarformaður Teymis og fagna aðgerðunum. Félagið segir að húsleitin muni taka af allan vafa um eðlilega og heiðarlega viðskiptahætti fyrirtækisins. 7. janúar 2009 11:01 Fagnar komu Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið er þessa stundina að gera húsleit í höfuðstöðvum Teymis á Suðurlandsbraut 18. Einnig er starfsfólk eftirlitsins að skoða gögn hjá símafélögunum Tal og Vodafone en þau eru bæði í meirihlutaeigu Teymis. Stjórnarformaður Teymis, Þórdís Sigurðardóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi og segist fagna því að samkeppniseftirlitið sé að vinna vinnuna sína, enda sé heilbrigð samkeppni grundvöllur heiðarlegra viðskipta. 7. janúar 2009 09:56 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Jóhann Óli Guðmundsson, stjórnarmaður í Tali, vona að farsímafyrirtækið verði frelsað úr ógnarklóm Teymis og Vodafone sem allra fyrst svo félagið geti orðið þjóðinni öflugur lággjalda þjónustuaðili í því kreppuástandi sem hún er að fást við um þessar mundir. ,,Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu hef ég haft verulegar áhyggjur af háttsemi fulltrúa Teymis í stjórn Tals gagnvart hagsmunum og sjálfstæði Tals á fjarskiptamarkaði. Það er staðföst skoðun mín að með endurteknum hætti hafi þetta fólk brotið gegn samkeppnislögum og þeim skilyrðum Samkeppniseftirlitsins sem Teymi voru sett fyrir því að mega eiga 51% í Tali á sama tíma og félagið átti 100% í Vodafone," segir í tilkynningu frá Jóhanni. Jóhann segir að þegar að fyrir lá að Vodafone bauð lausn á reikivandamálum Tals, sem að mati Hermanns Jónassonar, forstjóra félagsins. stæðust ekki lög um eðlilega viðskiptahætti, fór hann til fundar við Póst- og fjarskiptastofnun til að leita eftir frekari lausnum í samráði við þá. Stofnunin hvatti hann til að til að leita formlegra tilboða frá bæði Vodafone og Símanum til lausnar vandamálinu. ,,Að sögn forstjóra kom Vodafone hins vegar ekki með aðra lausn á málinu en að Tal afsalaði sér númeraseríum sínum til Vodafone og yrði þannig eins konar áskriftarborð fyrir Vodafone en ekki sjálfstætt félag á samkeppnismarkaði. Tilboð Símans reyndist afar hagstætt fyrir Tal," segir Jóhann og bætir við að það hafi meðal annars tryggt Tali betri taxtakjör en Vodafone hafði boðið. Það hafi auk þess tryggt fullkomið sjálfstæði Tals á íslenskum samkeppnismarkaði og óheft leyfi til að eiga frjáls og óháð viðskipti við aðra aðila en Símann á sama tíma. Jóhann segir að Vodafone hafði gert kröfur um hið gagnstæða. Jóhann telur rétt að það komi fram að Tal hafði tryggt sér að verð Vodafone yrðu ekki hækkuð fyrr en eftir september 2009 en Vodafone hafi svikið það ákvæði og hefur tilkynnt frekari hækkanir strax janúar 2009 og svo aftur í haust. ,,Það sjá allir sem vilja að hækkun á þjónustu sem þessari er síst það sem þjóðin þarf á að halda um þessar mundir. Þjóðin er öll er í sárum vegna háttsemi þessara manna og annarra og sér sjálf í gegnum samhengi hlutanna. Teymi og Vodafone verða að horfast í augu við að þjóðin er þjáð og lætur ekki bjóða sér meiri blekkingar. Að því leytinu tel ég að afskipti Samkeppniseftirlits verði til góðs fyrir Tal og viðskiptavini þess," segir Jóhann.
Tengdar fréttir Stjórnarformaður Tals vísar gagnrýni á bug Meirihluti stjórnar tók ákvörðun um það að segja Hermanni upp störfum og ráða nýjan forstjóra og sú ákvörðun stendur, segir Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals. 5. janúar 2009 13:26 Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59 Krefst forstjórastöðu Tals á ný Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun. 5. janúar 2009 11:43 Síminn kvartaði til Samkeppniseftirlits Síminn sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í gær vegna ummæla Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Teymis. Í morgun var gerð húsleit hjá Teymi og dótturfélögum þess. 7. janúar 2009 11:20 Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00 Vodafone: Rannsókn mun taka af allan vafa um eðlilega viðskiptahætti Forsvarsmenn símafyrirtækisins Vodafone, sem Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá í morgun, taka í sama streng og stjórnarformaður Teymis og fagna aðgerðunum. Félagið segir að húsleitin muni taka af allan vafa um eðlilega og heiðarlega viðskiptahætti fyrirtækisins. 7. janúar 2009 11:01 Fagnar komu Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið er þessa stundina að gera húsleit í höfuðstöðvum Teymis á Suðurlandsbraut 18. Einnig er starfsfólk eftirlitsins að skoða gögn hjá símafélögunum Tal og Vodafone en þau eru bæði í meirihlutaeigu Teymis. Stjórnarformaður Teymis, Þórdís Sigurðardóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi og segist fagna því að samkeppniseftirlitið sé að vinna vinnuna sína, enda sé heilbrigð samkeppni grundvöllur heiðarlegra viðskipta. 7. janúar 2009 09:56 Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00 Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59 Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Stjórnarformaður Tals vísar gagnrýni á bug Meirihluti stjórnar tók ákvörðun um það að segja Hermanni upp störfum og ráða nýjan forstjóra og sú ákvörðun stendur, segir Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals. 5. janúar 2009 13:26
Forstjóri Tals hafði umboð stjórnar Yfirlýsing frá Jóhanni Óla Guðmundssyni, stjórnarmaður í Tali. 3. janúar 2009 16:59
Krefst forstjórastöðu Tals á ný Hermann Jónasson sem nýverið var sagt upp störfum sem forstjóri Tals fundaði með starfsfólki fyrirtækisins í morgun. 5. janúar 2009 11:43
Síminn kvartaði til Samkeppniseftirlits Síminn sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í gær vegna ummæla Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Teymis. Í morgun var gerð húsleit hjá Teymi og dótturfélögum þess. 7. janúar 2009 11:20
Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns. 3. janúar 2009 12:00
Vodafone: Rannsókn mun taka af allan vafa um eðlilega viðskiptahætti Forsvarsmenn símafyrirtækisins Vodafone, sem Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá í morgun, taka í sama streng og stjórnarformaður Teymis og fagna aðgerðunum. Félagið segir að húsleitin muni taka af allan vafa um eðlilega og heiðarlega viðskiptahætti fyrirtækisins. 7. janúar 2009 11:01
Fagnar komu Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið er þessa stundina að gera húsleit í höfuðstöðvum Teymis á Suðurlandsbraut 18. Einnig er starfsfólk eftirlitsins að skoða gögn hjá símafélögunum Tal og Vodafone en þau eru bæði í meirihlutaeigu Teymis. Stjórnarformaður Teymis, Þórdís Sigurðardóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi og segist fagna því að samkeppniseftirlitið sé að vinna vinnuna sína, enda sé heilbrigð samkeppni grundvöllur heiðarlegra viðskipta. 7. janúar 2009 09:56
Forstjóri rekinn eftir samning við Símann „Tal hafði enga aðra leið,“ segir Hermann Jónasson, sem á þriðjudag var fyrirvaralaust vikið úr starfi forstjóra hjá Tali eftir að hafa gengið frá samningi um afnot Tals af farsímakerfi Símans. 3. janúar 2009 04:00
Samkeppniseftirlitið skoðar mál Tals Samkeppniseftirlitið hefur til skoðunar deilur vegna reksturs símafyrirtækisins Tals og hefur sent forsvarsmönnum Teymis, stærsta eigenda Tals og símafyritækisins Vofafone, fyrirspurn vegna þess. 2. janúar 2009 15:59
Telur brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta Mikil átök hafa blossað upp á milli stærstu hluthafa símafélagsins Tals og var forstjóra fyrirtækisins, Hermanni Jónssyni, vikið tafarlaust frá störfum þann 26. desember síðastliðinn, auk þess sem samningi sem Tal hafði skömmu áður gert við Símann var rift. Jóhann Óli Guðmundsson, sem fer með 49 prósenta hlut í Tali á móti 51 prósents hlut Teymis er afar ósáttur við vinnubrögð meirihluta stjórnar og segir ákvörðunina ólögmæta. 1. janúar 2009 14:14