Erlent

„Meira að segja kaldara en á Íslandi“

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Telegraph tekur sérstaklega fram að í kvöld verði meira að segja kaldara en á Íslandi hjá Bretum. Lítið vita þeir um veðurblíðuna hér.
Telegraph tekur sérstaklega fram að í kvöld verði meira að segja kaldara en á Íslandi hjá Bretum. Lítið vita þeir um veðurblíðuna hér.

Óttast er að rúmlega 12 eldri borgarar í Bretlandi geti dáið að meðaltali vegna kulda á hverri klukkustund eins og ástandið er nú þar í landi.

Samtök eldri borgara í Bretlandi skora á stjórnvöld og orkufyrirtæki að koma til móts við eldra fólk en óttast er að margir fari illa út úr síhækkandi matar- og gasverði og nái hvorki að kynda heimili sín né eiga til hnífs og skeiðar fari sem horfir.

Spáð er allt að 12 stiga frosti sums staðar í Bretlandi í kvöld og tekur Telegraph sérstaklega fram að það sé meira að segja kaldara en á Íslandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×