Erlent

Leit hætt á norska skíðasvæðinu

Leit hefur verið hætt á Horgaletten skíðasvæðinu í Noregi þar sem stórt snjóflóð féll í dag. Enginn er talin hafa orðið fyrir flóðinu.

Flóðið var um 150 metra breitt. Lögregla fann skíðaspor sem leiddu inn á svæðið þar sem flóðið féll, en engin spor út úr því. Hún óttaðist því um tíma að fólk kunni að hafa grafist undir snjónum. Fjöldi hjálparsveitarmanna eru á svæðinu og björgunarþyrlur aðstoðuðu við leitina.

Flóðið varð utan troðinna skíðabrauta, á svæði sem er þó vinsælt til skíðaiðkunar. Mikill snjór hefur fallið á svæðinu undanfarið, og bara síðasta sólarhring féll fjörtíu sentimetra jafnfallinn snjór. Norskir fjölmiðlar segja snjóbrettamenn sem renndu sér ofarlega í fjallinu hafa sett flóðið af stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×