Erlent

Nauðlenti eftir að gat kom á farþegaþotu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vélin komst heilu og höldnu að næsta flugvelli.
Vélin komst heilu og höldnu að næsta flugvelli. MYND/WSAZ/CNN

Boeing 737-farþegaþota frá Southwest Airlines nauðlenti í Charleston í Vestur-Virginíu í gær eftir að gat á stærð við fótbolta kom skyndilega á skrokk hennar. Vélin var í 30.000 feta hæð og féllu súrefnisgrímur niður þegar þrýstingur féll í farþegarýminu. Um borð voru 126 farþegar og fimm manna áhöfn. Lendingin tókst vel og hefur flugslysarannsóknarnefnd nú hafið rannsókn.. Ekki er enn ljóst hvað olli því að gat kom á vélina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×