Erlent

Fimm börnum bjargað úr klóm barnaníðinga

Lögreglan á Bretlandi hefur bjargað fimm börnum úr klóm barnaníðinga víðsvegar um landið en mennirnir höfðu sent níðingsverkin sem þeir frömdu á börnunum út á internetinu. Um er að ræða drengi og stúlkur á aldrinum sjö til þrettán ára og fundust þrjú þeirra í Skotlandi og tvö í Englandi. Nokkrir hafa að sögn lögreglu verið handteknir grunaðir um aðild sína að málunum og bíða nú ákæru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×