Íslenskar Frostrósir fluttar út til Noregs og Svíþjóðar 23. október 2009 04:00 Frostrósir „Við erum engir útrásarvíkingar. Við erum bara að flytja út það sem við kunnum best,“ segir Samúel Kristjánsson, einn af skipuleggjendum Frostrósa-tónleikanna. Sams konar jólatónleikar og hafa verið haldnir hér á landi undanfarin sjö ár eru fyrirhugaðir bæði í Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Þarlendir listamenn verða í aðalhlutverki með gestasöngvurum frá Íslandi. „Þetta verður gott tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn,“ segir Samúel sem bindur miklar vonir við verkefnið. Tónleikarnir í Noregi og Svíþjóð verða haldnir í desember í stórum tónleikahöllum sem rúma 5 til 15 þúsund manns. Þeim verður sjónvarpað á einkastöðvunum TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð, sem er sú stærsta þar í landi. „Konseptið á bak við dívurnar og vörumerkið Frostrósir fannst þeim mjög spennandi. Í samstarfi við stöðvarnar töldum við að þetta myndi eiga dúndrandi möguleika.“ Verkefnið mun skapa að minnsta kosti tuttugu ársstörf hér á landi fyrir tæknimenn, hljóðfæraleikara og fleiri aðila, því ætlunin er að undirbúa tónleikana að mestu leyti á Íslandi. Verkefnið er kostnaðarsamt en áhættunnar virði að mati Samúels. „Þetta er náttúrlega mikill pakki. Við erum búin að vinna að þessu hátt í fjögur ár. Það er mikil fjárfesting í vinnu að baki og svo kostar þetta allt peninga en áhættan verður mest hjá samstarfsaðilunum.“ Þrjár þjóðir til viðbótar hafa sýnt verkefninu áhuga og því ljóst að Frostrósa-ævintýrið er rétt að byrja. Segja má að útrás Frostrósa hafi byrjað með tónleikum í Hallgrímskirkju árið 2006 þar sem Sissel Kirkjebö og fleiri erlendar dívur voru á meðal gesta. Tónleikunum var sjónvarpað í yfir tuttugu löndum í fimm heimsálfum og talið er að yfir 150 milljónir manna hafi horft á. „Við ætluðum að reyna að gera það að hefð að senda út alþjóðlega tónleika héðan. Síðan fór allt að gerast sem hefur gerst og enginn aðgangur var lengur að fjármagni. Þá snerum við blaðinu við og ákváðum að fara með konseptið til valinna landa,“ segir Samúel. Frostrósir til útlanda Samúel Kristjánsson segir að verkefnið hafi tekið um það bil fjögur ár í undirbúningi.fréttablaðið/vilhelm Hugmyndin um að erlendir söngvarar komi hingað til lands á vegum Frostrósa er þó ekki dauð úr öllum æðum því til stendur að taka upp Frostrósa-mynddisk á Akureyri og í nágrenni. „Við höfum verið í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld fyrir norðan og vonandi getum við gert þetta. Þetta yrði tekið upp í ýmsum kirkjum og flottum stöðum á Eyjafjarðarsvæðinu.“ Tvennir Frostrósa-tónleikar verða í Laugardalshöll og í Höllinni á Akureyri í desember og einnig verða tónleikar haldnir víðar um landið. Miðaverð hefur hækkað um þúsund krónur frá því sem verið hefur og er núna á bilinu 4.990 til 9.990 krónur, sem er að sögn Samúels sambærilegt við aðra stóra tónleika hér á landi. Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Við erum engir útrásarvíkingar. Við erum bara að flytja út það sem við kunnum best,“ segir Samúel Kristjánsson, einn af skipuleggjendum Frostrósa-tónleikanna. Sams konar jólatónleikar og hafa verið haldnir hér á landi undanfarin sjö ár eru fyrirhugaðir bæði í Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Þarlendir listamenn verða í aðalhlutverki með gestasöngvurum frá Íslandi. „Þetta verður gott tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn,“ segir Samúel sem bindur miklar vonir við verkefnið. Tónleikarnir í Noregi og Svíþjóð verða haldnir í desember í stórum tónleikahöllum sem rúma 5 til 15 þúsund manns. Þeim verður sjónvarpað á einkastöðvunum TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð, sem er sú stærsta þar í landi. „Konseptið á bak við dívurnar og vörumerkið Frostrósir fannst þeim mjög spennandi. Í samstarfi við stöðvarnar töldum við að þetta myndi eiga dúndrandi möguleika.“ Verkefnið mun skapa að minnsta kosti tuttugu ársstörf hér á landi fyrir tæknimenn, hljóðfæraleikara og fleiri aðila, því ætlunin er að undirbúa tónleikana að mestu leyti á Íslandi. Verkefnið er kostnaðarsamt en áhættunnar virði að mati Samúels. „Þetta er náttúrlega mikill pakki. Við erum búin að vinna að þessu hátt í fjögur ár. Það er mikil fjárfesting í vinnu að baki og svo kostar þetta allt peninga en áhættan verður mest hjá samstarfsaðilunum.“ Þrjár þjóðir til viðbótar hafa sýnt verkefninu áhuga og því ljóst að Frostrósa-ævintýrið er rétt að byrja. Segja má að útrás Frostrósa hafi byrjað með tónleikum í Hallgrímskirkju árið 2006 þar sem Sissel Kirkjebö og fleiri erlendar dívur voru á meðal gesta. Tónleikunum var sjónvarpað í yfir tuttugu löndum í fimm heimsálfum og talið er að yfir 150 milljónir manna hafi horft á. „Við ætluðum að reyna að gera það að hefð að senda út alþjóðlega tónleika héðan. Síðan fór allt að gerast sem hefur gerst og enginn aðgangur var lengur að fjármagni. Þá snerum við blaðinu við og ákváðum að fara með konseptið til valinna landa,“ segir Samúel. Frostrósir til útlanda Samúel Kristjánsson segir að verkefnið hafi tekið um það bil fjögur ár í undirbúningi.fréttablaðið/vilhelm Hugmyndin um að erlendir söngvarar komi hingað til lands á vegum Frostrósa er þó ekki dauð úr öllum æðum því til stendur að taka upp Frostrósa-mynddisk á Akureyri og í nágrenni. „Við höfum verið í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld fyrir norðan og vonandi getum við gert þetta. Þetta yrði tekið upp í ýmsum kirkjum og flottum stöðum á Eyjafjarðarsvæðinu.“ Tvennir Frostrósa-tónleikar verða í Laugardalshöll og í Höllinni á Akureyri í desember og einnig verða tónleikar haldnir víðar um landið. Miðaverð hefur hækkað um þúsund krónur frá því sem verið hefur og er núna á bilinu 4.990 til 9.990 krónur, sem er að sögn Samúels sambærilegt við aðra stóra tónleika hér á landi.
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira