Erlent

Aftöku Brooms frestað aftur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Romell Broom.
Romell Broom. MYND/Ohio Dept. of Rehabilitation & Correction

Dómari í Ohio hefur aftur frestað aftöku Romell Broom sem dæmdur var til dauða fyrir 25 árum og hefur beðið aftöku síðan. Aftöku Broom var frestað í september þegar aftökusveitinni tókst engan veginn að finna í honum nægilega burðuga æð til að sprauta í lyfjunum sem notuð eru við aftöku. Það voru lögfræðingar Broom sem náðu að knýja fram þennan framlengda frest og gaf dómarinn þeim frest til 8. janúar til að leggja fram haldbær rök fyrir því að ekki verði reynt öðru sinni að taka skjólstæðing þeirra af lífi. Lögfræðingarnir vilja breyta dauðadómnum í lífstíðarfangelsi af mannúðarástæðum þar sem fyrri aftökutilraun hafi mistekist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×