Innlent

Krefst þess að heilbrigðisnefnd komi saman

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, situr í heilbrigðisnefnd Alþingis.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, situr í heilbrigðisnefnd Alþingis.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að heilbrigðisnefnd Alþingis komi saman og ræði fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á starfsemi sjúkrastofnanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hyggst kynna breytingarnar fundi með blaðamönnum á morgun.

Eygló segir að til standi að gera umfangsmiklar breytingar innan heilbrigðiskerfisins og óásættanlegt sé að þær hafi ekki verið ræddar á Alþingi. Breytingarnar hafi átt ræða samhliða gerð fjárlaga, en Alþingi samþykkti fjárlög fyrir árið 2009 rétt fyrir jól. ,,Við viljum fá upp á borð hvað er í gangi og teljum í hæsta móti óeðlilegt að þingmenn frétti af hlutum eins og þessum út í bæ."

Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar, hefur ekki svarað beiðninni en Eygló telur að svar muni berast fljótlega.




Tengdar fréttir

Starfsfólk St. Jósefsspítala fordæmir vinnubrögð ráðherra

Starfsfólk St. Jósefsspítala og Sólvangurs lýsa yfir megnri óánægju og fordæma vinnubrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, í yfirlýsingu. ,,Við erum að gagnrýna samskiptaleysi og skort á upplýsingum til starfsfólks en óvissan hefur skapað óvissu kvíða um framtíð okkar og skjólstæðinga okkar," segir Ragnhildur Jóhannsdóttir deildarstjóri á skurðdeild spítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×