Innlent

Hreppaflutningum mótmælt á Akureyri

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.

Á morgun laugardag verður farið í mótmælagöngu frá Samkomuhúsinu á Akureyri niður að Ráðhústorginu. ,,Við mótmælum hreppaflutningum á eldri kynslóðinni, lokun geðdeilda, uppsögnum ljósmæðra og skerðingu á þjónustu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri," segir í tilkynningu áhugahóps.

Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að sex aldraðir vistmenn á Seli á Akureyri, voru fluttur úr einbýlisherhergjum sínum þar yfir í tvíbýli á Kristnesspítala og voru margir þeirra mjög ósáttir við þessa flutninga. Í þeim aðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld grípa nú til er gert ráð fyrir hagræðingu ýmis konar til að ná niður kostnaði.

Á torginu mun Rósa Eggertsdóttir taka til máls. Í lokin mun fólk takast í hendur og hugleiða réttlæti.

Gangan hefst klukkan 15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×